Emilíana Torrini syngur í kokteilboði 23. apríl 2010 03:00 Emilíana Torrini mun syngja í kokteilboði hjá framleiðandanum Lanette Phillips í Los Angeles. fréttablaðið/gva Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning