Jóhanna ætlar að sitja heima 5. mars 2010 06:00 Jóhanna ætlar ekki að kjósa. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. „Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Enginn talar lengur fyrir samþykkt þessara laga, málið hefur breyst það mikið á síðustu vikum og við erum nú þegar með í hendi hagstæðari lausn sem nemur sjötíu milljörðum króna í greiðslubyrði." Í gærkvöldi taldi Jóhanna ekkert benda til að nýir samningar tækjust fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en kvaðst vona að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðunum við Breta og Hollendinga eftir helgi. Hún ítrekaði að lausn verði að fást sem fyrst. „Ég óttast að töfin geti farið að kosta okkur meira en ávinningurinn af nýjum samningi. ASÍ segir að þetta mál hafi nú þegar seinkað endurreisninni um hálft ár með þeim kostnaði sem því fylgir." Jóhanna segist hafa orðið vör við ýmsan misskilning varðandi atkvæðagreiðsluna á morgun. „Sumir virðast halda að málið hverfi ef lögin verða felld en það er mikill misskilningur. Það er líka misskilningur að málið fari beint fyrir dómstóla. Þjóðirnar þrjár verða að standa sameiginlega að slíku en Bretar og Hollendingar hafa alltaf hafnað þeirri leið." Jóhanna bendir á að felli þjóðin lögin sem kosið verður um á morgun taki lögin frá í ágúst gildi. Við þau verði þó ekki búið. „Bretar og Hollendingar féllust ekki á þau á sínum tíma og því tómt mál að tala um að við byrjum með hreint borð. Þá er ekki einu sinni gefið að þessi sjötíu milljarða króna hagstæðari greiðslubyrði verði í hendi." Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hvetja fólk til að mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að samningsstaða Íslands styrkist ef lögin verða felld. Þá fari samningaviðræður fram við hreint borð. - bþs Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave á morgun. „Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Enginn talar lengur fyrir samþykkt þessara laga, málið hefur breyst það mikið á síðustu vikum og við erum nú þegar með í hendi hagstæðari lausn sem nemur sjötíu milljörðum króna í greiðslubyrði." Í gærkvöldi taldi Jóhanna ekkert benda til að nýir samningar tækjust fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en kvaðst vona að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðunum við Breta og Hollendinga eftir helgi. Hún ítrekaði að lausn verði að fást sem fyrst. „Ég óttast að töfin geti farið að kosta okkur meira en ávinningurinn af nýjum samningi. ASÍ segir að þetta mál hafi nú þegar seinkað endurreisninni um hálft ár með þeim kostnaði sem því fylgir." Jóhanna segist hafa orðið vör við ýmsan misskilning varðandi atkvæðagreiðsluna á morgun. „Sumir virðast halda að málið hverfi ef lögin verða felld en það er mikill misskilningur. Það er líka misskilningur að málið fari beint fyrir dómstóla. Þjóðirnar þrjár verða að standa sameiginlega að slíku en Bretar og Hollendingar hafa alltaf hafnað þeirri leið." Jóhanna bendir á að felli þjóðin lögin sem kosið verður um á morgun taki lögin frá í ágúst gildi. Við þau verði þó ekki búið. „Bretar og Hollendingar féllust ekki á þau á sínum tíma og því tómt mál að tala um að við byrjum með hreint borð. Þá er ekki einu sinni gefið að þessi sjötíu milljarða króna hagstæðari greiðslubyrði verði í hendi." Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hvetja fólk til að mæta á kjörstað og greiða atkvæði gegn lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að samningsstaða Íslands styrkist ef lögin verða felld. Þá fari samningaviðræður fram við hreint borð. - bþs
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira