Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var mjög erilsöm, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Fimm gistu fangageymslur og þá komu nokkur fíkniefnamál upp.
Mikil ölvun var í Herjólfsdal og þegar að fréttastofa hafði samband við varðstjóra rétt fyrir fréttir sagði hann að fólk væri enn upp í brekku og að skemmta sér.
Áætlað er að 15 þúsund manns sé í dalnum og gerir varðstjóri ráð fyrir því að þrjú þúsund manns bætist við í dag og á morgun.
Uppfært klukkan 14:05: Enn er mikil þoka við Vestmannaeyjar. Næsta athugun verður klukkan 15:05, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.
Fimm gistu fangageymslur í Vestmannaeyjum
