Innlent

Röð niður á höfn í ríkinu í Vestmannaeyjum

Brjálað að gera. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Brjálað að gera. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
„Það er bara biðröð niður á höfn, allt alveg troðið," segir Ásta Reynisdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Vínbúðarinnar í Vestmannaeyjum. Verslunin var opnuð klukkan ellefu og segir Ásta að upp úr eitt hafi fólk byrjað að koma í búðina og nú er svo komið að röðin nær niður á höfn.



„Það er mikið keypt af bjór, einnig sterku áfengi og skotum," segir Ásta en verslunin á að loka klukkan fjögur. „Ég sé það ekki gerast, maður getur ekki lokað á fólkið,“ segir hún og býst við því að búðin verði opin eilítið lengur.

Allt hefur gengið vel og allir eru stilltir og prúðir, að hennar sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×