Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu 27. nóvember 2010 07:45 Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan.Fréttablaðið/GVA Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira