Vatn er lítið í ám og lækjum nærri Heklu 27. nóvember 2010 07:45 Hekla hefur síðustu ár verið sögð að gosi komin. Myndin er tekin á toppi fjallsins fyrir um þremur árum, en snjóleysi þar taldist til tíðinda og til marks um hita að neðan.Fréttablaðið/GVA Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Samdráttur í vatnsbúskap í ám, lækjum og vatnsbólum í grennd við eldfjallið Heklu er meiri en svo að skýrist einvörðungu af þurrkatíð og snjóaleysi til fjalla. Þetta er mat Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi alþingismanns, sem býr að Keldum á Rangárvöllum. „Þetta er óvenju mikið miðað við að það sé vegna úrkomuleysis*,“ segir Drífa og segir að lækkað hafi um þrjátíu sentímetra í Keldnalæknum við heimili hennar. „Og þetta hefur gerst fyrir gos, einhverjum vikum og mánuðum fyrr, að vatnið hefur hripað svona niður.“ Þessi þróun segir Drífa að hafi átt sér stað í allt haust og sífellt hafi minnkað í læknum. „Ég hef búið lengi á Keldum og aldrei séð svona lítið í læknum fyrr.“ Sverrir Haraldsson, bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, í næsta nágrenni Heklu, telur hins vegar óvarlegt að rekja minna rennsli til gosvirkni í Heklu. „Manni finnst þetta nú ekkert dularfullt eftir nokkra snjóalausa vetur og litla úrkomu yfirleitt,“ segir hann og kveður vatn ekki hafa horfið mjög skyndilega. „En það hefur ágerst mikið á þessu ári.“ Um leið segir Sverrir það rétt athugað að það sé einkenni á aðdraganda gosa í Heklu að dragi úr vatnsmagni í nágrenni fjallsins. „En þetta hefur bara ekki verið eðlilegt ástand í tíðarfarinu,“ bætir hann við. Á svæðinu velti fólk því þó óneitanlega fyrir sér hvort breytt vatnsstaða kunni að vera vísbending um að gos sé í vændum. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga skjálftavirkni hafa verið undanfarið í grennd við Heklu. „Engir skjálftar og ekkert að sjá á þenslumælum,“ segir hann en telur ekki hægt að útiloka að lág vatnsstaða í grennd við fjallið sé fyrirboði með lengri aðdraganda en skjálftar eru. „Hekla er náttúrlega löngu komin í stöðu og þannig séð tilbúin. En mælar hafa aldrei sýnt neitt sérstaklega mikið fyrr en svona tveimur tímum fyrir gos,“ segir hann og rifjar upp að þannig hafi það einmitt verið síðast þegar Hekla gaus. „Þá komu fyrstu smáskjálftar um tveimur tímum fyrr og ekki var hægt að sjá breytingu á þenslumæli nema með góðum vilja.“ Um leið áréttar Hjörleifur að óvenju lítil úrkoma hafi verið og víða hafi minnkað í ám og vötnum. Snögg þornun kunni að vera vísbending um yfirvofandi gos, en þróun á síðustu vikum og mánuðum sé frekar að rekja til úrkomuleysis. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira