Enski boltinn

Berbatov: Hættið að kjósa mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Mynd/AFP
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, bað búlgarska blaðamenn um að hætta að kjósa sig besta knattspyrnumann í Búlgaríu eftir að hann fékk verðlaunin í sjöunda sinn í dag.

„Ég vil miklu frekar að einhverjir af ungu leikmönnum okkar fái þessi verðlaun," sagði Dimitar Berbatov eftir að hann fékk afhend verðlaunin sem besti knatspyrnumaður Búlgara í ár. Hann fékk þessi verðlaun fjórða árið í röð en hafði einnig fengið þau árin 2002, 2004 og 2005.

„Hættið að kjósa mig," biðlaði síðan hinn 29 ára gamli Berbatov sem hætti að gefa kost á sér í búlgarska landsliðið í maí en það var þó ekki nóg til þess að minnka vinsældir hans meðal búlgarska blaðamanna.

Berbatov hefur farið mikinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og varð á dögunum aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu hennar til þess að skora fimm mörk í einum leik. Berbatov hefur skorað 11 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×