Lífið

Fangar gefa smákökur

Jói er ekki viss um að fangarnir þurfi á hjálp að halda við smákökubaksturinn, en hyggst vera þeim innan handar. Ómar á Xinu segist hafa fengið mikil viðbrögð við átakinu Hjálpum okkur.
Jói er ekki viss um að fangarnir þurfi á hjálp að halda við smákökubaksturinn, en hyggst vera þeim innan handar. Ómar á Xinu segist hafa fengið mikil viðbrögð við átakinu Hjálpum okkur.
„Ég fékk póst frá fanga á Litla-Hrauni sem leist svo vel á átakið og ætlar ásamt öðrum föngum að baka smákökur og færa mæðrastyrksnefnd,“ segir útvarpsmaðurinn Ómar Eyþórsson.

Ómar hóf vitundarátakið Hjálpum okkur í morgunþætti sínum á Xinu á mánudaginn. Hann hvetur fólk til að styrkja góðgerðarstarfsemi innanlands og hefur fengið mikil viðbrögð, meðal annars frá Litla-Hrauni, en fanginn sem hafði samband er nú í óða önn að hafa samband við fyrirtæki til að útvega hráefni í mikinn bakstur. Fangarnir hyggjast gefa smákökurnar fyrsta desember næstkomandi.

Fangarnir höfðu samband við bakarann og sjónvarpskokkinn Jóa Fel, sem hefur lofað að vera þeim innan handar, en það yrði ekki í fyrsta skipti. „Ég hef einu sinni farið á Hraunið. Þá fór ég að kenna þeim að búa til konfekt,“ segir Jói. „En það er spurning hversu mikið þeir þurfa á mér að halda – kannski eru þeir það góðir bakarar að ég er óþarfur.“ - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.