Enski boltinn

Ancelotti vill fá Modric

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Zdravko Mamic, varaforseti Dinamo Zagreb, heldur því fram í dag að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafi sagt sér að hann vonist til að geta keypt Luka Modric frá Tottenham.

Mamic er náinn vinur leikmannsins og kom við sögu þegar Modric var seldur til Spurs á sínum tíma.

"Ég var í hádegismat með Ancelotti og varð stoltur þegar hann tjáði mér af áhuga sínum á Modric," sagði Mamic.

"Luka er efstur á óskalistanum hans. Ég er ekki umbinn hans, bara vinur en mjög stoltur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×