Enski boltinn

Fletcher: Verðum enn sterkari eftir áramót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Man. Utd verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólahátíðina og er þess utan eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik í vetur.

Spilamennska liðsins hefur þrátt fyrir það valdið vonbrigðum á köflum en stuðningsmenn Man. Utd vita sem er að seinni hluti tímabilsins er oftar en ekki betri hjá liðinu.

Miðjumaðurinn Darren Fletcher er afar ánægður með stöðu mála og efast ekki um að liðið verði enn betra eftir áramót

"Við förum virkilega í gang eftir áramót. Við verðum líkamlega klárir í harðan slag. Við erum sífellt að bæta okkar leik. Grunnreglan er sú að byggja grunninn og fara svo á fullt eftir jólin," sagði Fletcher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×