Innlent

Kjósa frekar stöðugt hagkerfi

Forstjóri Kauphallarinnar segir hættuna  á flótta fyrirtækja úr landi raunverulega. Fréttablaðið/ANton
Forstjóri Kauphallarinnar segir hættuna á flótta fyrirtækja úr landi raunverulega. Fréttablaðið/ANton
„Ég tel hættuna á fyrirtækjaflótta því miður raunverulega," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, um þær breytingar sem orðið hafa á rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri eftir hrun. Ofan á gengissveiflur og skattahækkanir setja gjaldeyrishöft þeim þröngar skorður.

Viðmælendur Fréttablaðsins segja forstjóraskipti hjá Actavis og Marel vísbendingu um hugsanlegan flutning á höfuðstöðvum fyrirtækjanna á komandi árum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vísa því hins vegar á bug. Hollenskir skattasérfræðingar Actavis, Marels og Össurar hafa farið yfir nýlegar breytingar á skattkerfinu, sem þeir telja fyrirtækjum í óhag.

Þórður segir erfitt að finna sannfærandi rök fyrir því að staðsetja áfram fyrirtæki á Íslandi sem eðli máls vegna gætu verið hvar sem er í heiminum. „Það setur að manni óhug að hugsa til þess ef eitt eða fleiri af slíkum fyrirtækjum hyrfu af landi brott," segir hann og leggur áherslu á að þjóðin nái sér sem fyrst á strik eftir hrunið.

- jab /sjá Markaðinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×