Prjónar allar jólagjafirnar 3. nóvember 2010 20:00 „Mig vantaði eitthvað að gera á nóttunni og ræstingakonurnar tóku sig til og fitjuðu upp á flík fyrir mig,“ segir Bergþór um upphafið að eigin prjónaskap. Fréttablaðið/Vilhelm Bergþór Pálsson óperusöngvari dustaði rykið af áratuga gamalli prjónakunnáttu fyrr á þessu ári. Nú liggja eftir hann fjölmargar flíkur svo jólapakkarnir frá honum verða mjúkir þetta árið. „Ég er nú ekki vanur að gefa handunnar jólagjafir en á því verður breyting þessi jól því ég er að verða búinn að prjóna þær allar. Maður bjargar sér í kreppunni,“ segir Bergþór Pálsson og brosir við. Upphaflega kveðst hann hafa lært að prjóna þegar strákurinn hans var á 1. ári og hann vann sem næturvörður á Landssímanum við Austurvöll. „Mig vantaði eitthvað að gera á nóttunni og ræstingakonurnar tóku sig til og fitjuðu upp á flík fyrir mig. Svo prjónaði ég áfram alla nóttina. Þær leiddu mig í gegnum útaukningar og úrtökur og ég prjónaði ýmislegt á strákinn minn þetta sumar en svo aldrei meir – þar til í fyrravetur. Þá var ég í litlu hlutverki í Óliver í Þjóðleikhúsinu þannig að ég hafði góðan tíma á milli þess sem ég fór á svið. Þá datt mér í hug að prófa að prjóna mér vesti.“ Bergþór segir vestisprjónið eiga sér þá forsögu að honum hafði verið boðið í þrítugsafmæli þar sem gestirnir voru beðnir að koma í gömlum íslenskum þjóðbúningum og hann hafi fengið leigt vesti með prjónuðum framstykkjum. „Mig langaði að eignast slíkt vesti og auglýsti á fésbókinni eftir einhverjum sem vildi prjóna það fyrir mig. Þá spruttu upp tugir eða hundruð vinkvenna sem ég kunni ekki við að velja á milli þannig að ég hugsaði: ég geri þetta bara sjálfur, bjó til snið og byrjaði.“ Bergþór kveðst hafa fengið föður sinn til að kenna sér að fitja upp á ný. Síðan hafi hann notið leiðsagnar Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur leikkonu þar sem hann sat að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu. „Ég kallaði alltaf í Vigdísi Hrefnu þegar ég þurfti á hjálp að halda. Hún er snillingur í prjónaskap enda er hún ömmubarn Vigdísar Pálsdóttur sem sá um tímaritið Hug og hönd, og ég lauk við vestið sem var auðvitað margprjónað því ég þurfti svo oft að rekja upp,“ segir Bergþór sem lét ekki þar við sitja heldur prjónaði tvö vesti til viðbótar en saumaskapurinn er eftir. „Upp úr þessu fór Vigdís Hrefna að lána mér gömul blöð með stelpupeysum svo ég gæti prjónað á litlu afastelpuna mína. Síðan hef ég alltaf verið með eitthvað á prjónunum milli þess sem ég kem fram á sviðið í Rígólettó í Íslensku óperunni.“ Prjónaskapurinn er bæði skemmtileg og róandi iðja, að mati Bergþórs, einkum ef hann er ekki of einfaldur. „Ef maður er að fást við kaðla eða annað mynstur sem markar skil þá finnst manni allt ganga hraðar,“ segir Bergþór og brosir hæversklega þegar honum er hrósað fyrir kunnáttuna. „Það er nú svo skrítið að þegar maður er búinn að læra grunninn þá er ekkert rosalegt mál að bæta trikkum eins og köðlum við.“ gun@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Bergþór Pálsson óperusöngvari dustaði rykið af áratuga gamalli prjónakunnáttu fyrr á þessu ári. Nú liggja eftir hann fjölmargar flíkur svo jólapakkarnir frá honum verða mjúkir þetta árið. „Ég er nú ekki vanur að gefa handunnar jólagjafir en á því verður breyting þessi jól því ég er að verða búinn að prjóna þær allar. Maður bjargar sér í kreppunni,“ segir Bergþór Pálsson og brosir við. Upphaflega kveðst hann hafa lært að prjóna þegar strákurinn hans var á 1. ári og hann vann sem næturvörður á Landssímanum við Austurvöll. „Mig vantaði eitthvað að gera á nóttunni og ræstingakonurnar tóku sig til og fitjuðu upp á flík fyrir mig. Svo prjónaði ég áfram alla nóttina. Þær leiddu mig í gegnum útaukningar og úrtökur og ég prjónaði ýmislegt á strákinn minn þetta sumar en svo aldrei meir – þar til í fyrravetur. Þá var ég í litlu hlutverki í Óliver í Þjóðleikhúsinu þannig að ég hafði góðan tíma á milli þess sem ég fór á svið. Þá datt mér í hug að prófa að prjóna mér vesti.“ Bergþór segir vestisprjónið eiga sér þá forsögu að honum hafði verið boðið í þrítugsafmæli þar sem gestirnir voru beðnir að koma í gömlum íslenskum þjóðbúningum og hann hafi fengið leigt vesti með prjónuðum framstykkjum. „Mig langaði að eignast slíkt vesti og auglýsti á fésbókinni eftir einhverjum sem vildi prjóna það fyrir mig. Þá spruttu upp tugir eða hundruð vinkvenna sem ég kunni ekki við að velja á milli þannig að ég hugsaði: ég geri þetta bara sjálfur, bjó til snið og byrjaði.“ Bergþór kveðst hafa fengið föður sinn til að kenna sér að fitja upp á ný. Síðan hafi hann notið leiðsagnar Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur leikkonu þar sem hann sat að tjaldabaki í Þjóðleikhúsinu. „Ég kallaði alltaf í Vigdísi Hrefnu þegar ég þurfti á hjálp að halda. Hún er snillingur í prjónaskap enda er hún ömmubarn Vigdísar Pálsdóttur sem sá um tímaritið Hug og hönd, og ég lauk við vestið sem var auðvitað margprjónað því ég þurfti svo oft að rekja upp,“ segir Bergþór sem lét ekki þar við sitja heldur prjónaði tvö vesti til viðbótar en saumaskapurinn er eftir. „Upp úr þessu fór Vigdís Hrefna að lána mér gömul blöð með stelpupeysum svo ég gæti prjónað á litlu afastelpuna mína. Síðan hef ég alltaf verið með eitthvað á prjónunum milli þess sem ég kem fram á sviðið í Rígólettó í Íslensku óperunni.“ Prjónaskapurinn er bæði skemmtileg og róandi iðja, að mati Bergþórs, einkum ef hann er ekki of einfaldur. „Ef maður er að fást við kaðla eða annað mynstur sem markar skil þá finnst manni allt ganga hraðar,“ segir Bergþór og brosir hæversklega þegar honum er hrósað fyrir kunnáttuna. „Það er nú svo skrítið að þegar maður er búinn að læra grunninn þá er ekkert rosalegt mál að bæta trikkum eins og köðlum við.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira