Pegasus tryggir sér Ísfólkið 10. maí 2010 08:00 Lilja Ósk Snorradóttir segir höfund Ísfólksins, Margit Sandemo, hafa heillast af íslenska framleiðslufyrirtækinu. Fréttablaðið/Vilhelm Lilja Ósk Snorradóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pegasus. Fyrsta verk hennar var að tryggja kvikmyndaréttinn að hinum sívinsælu bókum um Ísfólkið. „Við erum að þróa þetta, þættirnir yrði sjálfstætt framhald og kæmu til með að gerast á Snæfellsnesi,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, nýráðin framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Til stendur að gera framhald af spennuþáttaröðinni Hamrinum sem var sýnd á RÚV síðasta vetur með þeim Dóru Jóhannsdótur og Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverkum. Þá upplýsir Lilja að þau hafi tryggt sér kvikmyndaréttinn að Ísfólkinu eftir Margit Sandemo en þessi bókaflokkur hefur notið gríðarlegra vinsælda. „Hún hefur aldrei viljað selja kvikmyndaréttinn en við sendum starfsmann á okkar vegum út til hennar, Guðrúnu Daníelsdóttur, sem heillaði hana alveg upp úr skónum. Þetta er auðvitað allt á byrjunarreit en við erum að fara út til hennar í sumar. Þessar bækur virðast síður en svo detta úr tísku,“ útskýrir Lilja. Töluverð umræða hefur átt sér stað um verkefnaskort íslenskra framleiðslufyrirtækja vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Lilja viðurkennir að þau hafi misst af verkefnum vegna þess en bætir því við að þegar á heildina sé litið gæti eldgosið haft mun jákvæðari áhrif á þennan iðnað en neikvæð. „Þetta er landkynning sem við gátum aldrei keypt. Maður veit ekkert hvernig sumarið verður en í hugum margra er landið aftur orðið framandi og spennandi með samspili elds og íss. Sem er mun skárra en fjárglæfrastimpillinn.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Lilja Ósk Snorradóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pegasus. Fyrsta verk hennar var að tryggja kvikmyndaréttinn að hinum sívinsælu bókum um Ísfólkið. „Við erum að þróa þetta, þættirnir yrði sjálfstætt framhald og kæmu til með að gerast á Snæfellsnesi,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, nýráðin framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Til stendur að gera framhald af spennuþáttaröðinni Hamrinum sem var sýnd á RÚV síðasta vetur með þeim Dóru Jóhannsdótur og Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverkum. Þá upplýsir Lilja að þau hafi tryggt sér kvikmyndaréttinn að Ísfólkinu eftir Margit Sandemo en þessi bókaflokkur hefur notið gríðarlegra vinsælda. „Hún hefur aldrei viljað selja kvikmyndaréttinn en við sendum starfsmann á okkar vegum út til hennar, Guðrúnu Daníelsdóttur, sem heillaði hana alveg upp úr skónum. Þetta er auðvitað allt á byrjunarreit en við erum að fara út til hennar í sumar. Þessar bækur virðast síður en svo detta úr tísku,“ útskýrir Lilja. Töluverð umræða hefur átt sér stað um verkefnaskort íslenskra framleiðslufyrirtækja vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Lilja viðurkennir að þau hafi misst af verkefnum vegna þess en bætir því við að þegar á heildina sé litið gæti eldgosið haft mun jákvæðari áhrif á þennan iðnað en neikvæð. „Þetta er landkynning sem við gátum aldrei keypt. Maður veit ekkert hvernig sumarið verður en í hugum margra er landið aftur orðið framandi og spennandi með samspili elds og íss. Sem er mun skárra en fjárglæfrastimpillinn.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira