Pegasus tryggir sér Ísfólkið 10. maí 2010 08:00 Lilja Ósk Snorradóttir segir höfund Ísfólksins, Margit Sandemo, hafa heillast af íslenska framleiðslufyrirtækinu. Fréttablaðið/Vilhelm Lilja Ósk Snorradóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pegasus. Fyrsta verk hennar var að tryggja kvikmyndaréttinn að hinum sívinsælu bókum um Ísfólkið. „Við erum að þróa þetta, þættirnir yrði sjálfstætt framhald og kæmu til með að gerast á Snæfellsnesi,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, nýráðin framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Til stendur að gera framhald af spennuþáttaröðinni Hamrinum sem var sýnd á RÚV síðasta vetur með þeim Dóru Jóhannsdótur og Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverkum. Þá upplýsir Lilja að þau hafi tryggt sér kvikmyndaréttinn að Ísfólkinu eftir Margit Sandemo en þessi bókaflokkur hefur notið gríðarlegra vinsælda. „Hún hefur aldrei viljað selja kvikmyndaréttinn en við sendum starfsmann á okkar vegum út til hennar, Guðrúnu Daníelsdóttur, sem heillaði hana alveg upp úr skónum. Þetta er auðvitað allt á byrjunarreit en við erum að fara út til hennar í sumar. Þessar bækur virðast síður en svo detta úr tísku,“ útskýrir Lilja. Töluverð umræða hefur átt sér stað um verkefnaskort íslenskra framleiðslufyrirtækja vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Lilja viðurkennir að þau hafi misst af verkefnum vegna þess en bætir því við að þegar á heildina sé litið gæti eldgosið haft mun jákvæðari áhrif á þennan iðnað en neikvæð. „Þetta er landkynning sem við gátum aldrei keypt. Maður veit ekkert hvernig sumarið verður en í hugum margra er landið aftur orðið framandi og spennandi með samspili elds og íss. Sem er mun skárra en fjárglæfrastimpillinn.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Lilja Ósk Snorradóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pegasus. Fyrsta verk hennar var að tryggja kvikmyndaréttinn að hinum sívinsælu bókum um Ísfólkið. „Við erum að þróa þetta, þættirnir yrði sjálfstætt framhald og kæmu til með að gerast á Snæfellsnesi,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, nýráðin framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus. Til stendur að gera framhald af spennuþáttaröðinni Hamrinum sem var sýnd á RÚV síðasta vetur með þeim Dóru Jóhannsdótur og Birni Hlyni Haraldssyni í aðalhlutverkum. Þá upplýsir Lilja að þau hafi tryggt sér kvikmyndaréttinn að Ísfólkinu eftir Margit Sandemo en þessi bókaflokkur hefur notið gríðarlegra vinsælda. „Hún hefur aldrei viljað selja kvikmyndaréttinn en við sendum starfsmann á okkar vegum út til hennar, Guðrúnu Daníelsdóttur, sem heillaði hana alveg upp úr skónum. Þetta er auðvitað allt á byrjunarreit en við erum að fara út til hennar í sumar. Þessar bækur virðast síður en svo detta úr tísku,“ útskýrir Lilja. Töluverð umræða hefur átt sér stað um verkefnaskort íslenskra framleiðslufyrirtækja vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Lilja viðurkennir að þau hafi misst af verkefnum vegna þess en bætir því við að þegar á heildina sé litið gæti eldgosið haft mun jákvæðari áhrif á þennan iðnað en neikvæð. „Þetta er landkynning sem við gátum aldrei keypt. Maður veit ekkert hvernig sumarið verður en í hugum margra er landið aftur orðið framandi og spennandi með samspili elds og íss. Sem er mun skárra en fjárglæfrastimpillinn.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira