Innlent

Stálu dekkjum úr gámi í Hafnarfirði

Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir brutust inn í gám í Hafnarfirði og stálu þaðan 16 bíldekkjum. Mennirnir voru á bifreið með forláta kerru í eftirdragi til þess að flytja dekkin og grunar lögreglu að kerran sé einnig stolin. Mennirnir verða yfirheyrðir vegna málsins síðar í dag. Fjórir voru teknir í borginni í nótt grunaðir um ölvun við akstur og einn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn teknir á of miklum hraða, einn á 136 kílómetra hraða við Arnarnesbrú og annar á 118 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×