Enski boltinn

Reo-Coker orðaður við félagaskipti frá Aston Villa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Reo-Coker og Martin O'Neill.
Reo-Coker og Martin O'Neill. Nordic photos/AFP

Þrátt fyrir að knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa hafi lýst því yfir að miðjumaðurinn Nigel Reo-Coker eigi framtíð hjá félaginu virðast breskir fjölmiðlar flestir reikna fastlega með því að hann verði látinn fara þegar félagaskiptagluggin opnar í janúar.

Reo-Coker reifst heiftarlega við O'Neill á æfingu í vikunni og einvherjir vildu meina að til handalögmála hafi komið og því er talið næsta víst að hann fari frá Aston Villa.

Tottenham, Everton, Sunderland og Fulham eru öll sögð tilbúin að leggja fram þær 3 milljónir punda sem leikmaðurinn er metinn á en hann var keyptur til Aston Villa frá West Ham á 8,5 milljónir punda á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×