Enski boltinn

Kiev búið að bjóða í Shevchenko

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko.

Þó svo Andriy Shevchenko sé kominn aftur til Chelsea eru ekki taldar miklar líkur á því að hann verði í herbúðum félagsins næsta vetur.

Eitt af þeim félögum sem hafa lýst yfir áhuga á framherjanum er hans gamla félag, Dynamo Kiev.

Forseti félagsins hefur staðfest að félagið sé þegar búið að gera Chelsea tilboð og bíði svara frá enska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×