Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli 10. júní 2009 18:45 Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. Fíkniefnalögreglan hefur um nokkurt skeið rannsakað meint peningaþvætti sem talið er tengjast stórfelldu smygli á fíkniefnum. Grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið flutt frá Suður Ameríku til Evrópu og um sé að ræða alþjóðlegan glæpahring. Rannsóknin hefur verið umfangsmikil og hefur lögreglan notið liðsinnis Europol en rannsóknin teygir anga sína til 13 landa. Þegar hafa verið haldlögð mörg tonn af sykurvökva sem talinn er innihalda hundruð kílóa af kókaíni. Þrír Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að flæktir í málið. Sigurður Ólasson var handtekinn á mánudag. Hann stofnaði fyrirtækið Hollis ehf þann 20. janúar sl. ásamt Ísraelanum Erez Zizov og Hollendingnum Ronny Verwoerd. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið stofnað til að þvo pening sem er ágóði af fíkniefnamisferli. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hollis undanfarna mánuði fest kaup á vörubílum, gröfum og öðrum vinnuvélum og flutt út til Sýrlands og víðar. Skoðunarmaður Hollis er Helgi Magnús Hermannsson, sem er framkvæmdastjóri vélasölunnar R. Sigmundsson þar sem Sigurður var handtekinn. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Zizov og Verwoerd hafa verið hér á landi í ófá skipti undanfarna mánuði og hefur Sigurður ítrekað verið í sambandi við þá. Þá heimsóttu þeir Ársæl Snorrason á Litla Hraun en hann var handtekinn í klefa sínum þar í tengslum við málið. Sigurður hefur einnig heimsótt Ársæl á Litla Hraun. Síðast komu þeir Zizov og Verwoerd til landsins í maí og tóku við peningagreiðslum frá Gunnari Viðari Árnasyni. Hann var handtekinn 22. Maí og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Zizov og Verwoerd voru handteknir þegar þeir komu aftur Hollands. Þá hafa aðrir aðilar verið handteknir í Evrópu og Suður Ameríku grunaðir um að eiga aðild að málinu.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira