Enski boltinn

Rafa: Mascherano er ekki til sölu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool ítrekar í viðtali á opinberri heimasíðu Liverpool að miðjumaðurinn Javier Mascherano sé ekki til sölu.

Umboðsmaður Argentínumannsins lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í gær að Mascherano hefði áhuga á að fara til Barcelona en Benitez hefur tekið fyrir það og segir ekki koma til greina að missa leikmanninn.

„Mascherano hefur engan verðmiða og ef hann væri með verðmiða þá myndi Barcelona aldrei eiga fyrir því sem Liverpool metur hann á. Við viljum ekki selja og leikmaðurinn er ánægður í herbúðum okkar. Ég hef talað nýlega við Javier og hann er ánægður og jákvæður á framtíð sína hjá Liverpool," segir Benitez sem veit af tveimur félögum sem hafa mikinn áhuga á Mascherano.

„Umboðsmaður hans hefur greint mér frá tveimur stórum félögum sem hafa áhuga en það skiptir ekki máli. Við viljum ekki selja, jafnvel þó að komi kauptilboð upp á 40 eða 50 milljón pund," segir Benitez ákveðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×