Enski boltinn

Ferguson ekki orðinn saddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson með bikarinn í dag.
Ferguson með bikarinn í dag. Nordic Photos/Getty Images

Titill Man. Utd í dag var sögulegur því liðið jafnaði met Liverpool sem hafði eitt liða unnið Englandsmeistaratitilinn átján sinnum. Ferguson er þó ekki saddur og segir að næsti titill þegar United fer fram úr Liverpool verði enn sætari.

„Nú er það stóra áskorunin að vinna aftur á næsta ári og verða fyrsta liðið til þess að verða meistari nítján sinnum. Það væri afar sérstakt," sagði Ferguson sem er ekki vanur að dvelja lengi við hvern titil.

„Ég er þegar farinn að hugsa um næstu leiktíð. Menn verða að hugsa þannig hér. Það er ekkert annað í boði en að halda áfram og halda hungrinu í að vilja vinna meira," sagði Ferguson sem þó sýndi smá tilfinningar líka í dag.

„Auðvitað er ég afar stoltur yfir því að við höfum jafnað met Liverpool. Þegar ég tók við hjá Man. Utd var Liverpool stóra liðið. Það var mitt verkefni að breyta því. Ég hélt samt aldrei að við myndum vinna ellefu Englandsmeistaratitla, aldrei nokkurn tímann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×