Forstjóri rekinn eftir samning við Símann 3. janúar 2009 04:00 Þórdís J. Sigurðardóttir „Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
„Tal hafði enga aðra leið," segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir er fulltrúi Teymis í stjórn Tals og gegnir þar stjórnarformennsku. Á stjórnarfundi Tals daginn fyrir gamlársdag hugðist Hermann kynna samninginn sem hann hafði gert við Símann. Þórdís hins vegar sagði fulltrúa Teymis hafa ákveðið að víkja forstjóranum frá störfum. „Hermann leyndi stjórnina upplýsingum og ég sem stjórnarformaður get alls ekki unnið með forstjóra sem fer á bak við mig og ætlar ekki að virða gerða samninga," útskýrir Þórdís sem segir samninginn sem Hermann gerði við Símann hafa verið afglöp í starfi. „Forstjórinn samdi við Símann þótt Tal sé með fimm ára samning við Vodafone. Nú er Tal með samninga við tvö fyrirtæki sem bæði hóta málsókn." Hermann segist á stjórnarfundi 11. desember hafa kynnt að Tal stæði frammi fyrir því að viðskiptavinir fyrirtækisins hefðu ekki gsm-samband á hluta landsins frá 1. janúar. „Ég sagðist vera að skoða tvær leiðir: Annars vegar í gegnum Vodafone og hins vegar í gegnum Símann í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnum. Mér var falið umbúðalaust að leysa málið með hagsmuni Tals og viðskiptavina þess í huga," segir Hermann sem kveður þetta staðfest í fundargerð. Þórdís segir fulltrúa Teymis ekki hafa samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone. Hermann segir vanda Tals hafa falist í því að samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar mætti Tal ekki hafa aðgang að farsímakerfi í gegnum tvö fyrirtæki. Vodofone hafi ekki eigið kerfi á Austurlandi heldur reikisamning við Símann sem ekki megi selja Tali aðgang að á meðan Tal sé með samning við Vodafone. „Eina færa leiðin til þess tryggja viðskiptavinum Tals áframhaldandi gsm-samband var að semja við Símann," segir Hermann. Þórdís vísar þessu á bug. „Þetta er bara rugl. Við vorum einmitt með erindi fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um að Tal fengi aðgang að kerfi Símans í gegnum samninginn við Vodafone. Þetta erindi dró Hermann til baka áður en niðurstaða fékkst." gar@frettabladid.is
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira