Enski boltinn

Petrov framlengir við Aston Villa

NordicPhotos/GettyImages

Búlgarski miðjumaðurinn Stiliyan Petrov hjá Aston Villa hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2013 aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið kjörinn leikmaður ársins hjá Villa.

Petrov átti prýðilega leiktíð með liði sínu en hann var nokkuð lengi að ná sér á strik með liðinu eftir að hafa verið keyptur frá Celtic fyrir 6,5 milljónir punda árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×