Innlent

Sakaður um dylgjur og róg

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ummæli Ögmundar Jónas­sonar heilbrigðisráðherra um að læknar kynnu að misnota ávísanakerfi í heilbrigðisþjónustu vöktu hörð viðbrögð þriggja þingmanna á Alþingi í gær.

Ásta Möller og Dögg Pálsdóttir Sjálfstæðisflokki og Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki sögðu Ögmund vega að heiðri lækna með fordæmalausum ásökunum sem væru ekkert annað en dylgjur.

Ögmundur lét ummælin falla á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×