Enski boltinn

West Brom vill tvær milljónir punda fyrir Mowbray

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Mowbray, stjóri Celtic.
Tony Mowbray, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images

West Bromwich Albion vill að Celtic samþykki að greiða tvær milljónir punda fyrir knattspyrnustjórann Tony Mowbray áður en honum verði gefið leyfi til að ræða sjálfur við skoska stórveldið.

Celtic hefur verið að leita að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Gordon Strachan hætti og óskaði félagið eftir því að það fengi að ræða við Mowbray um að taka að sér starfið.

Jeremy Peace, stjórnarformaður West Brom, hefur hins vegar engan áhuga á því að missa Mowbray og ætlar í hart gegn Celtic.

„Við settum klásúlu í samning Tony þegar hann skrifaði undir nýjan samning við okkur fyrir sextán mánuðum síðan. Hún segir að ákveðna greiðslu þurfi til að leysa hann undan samningnum. Við munum ekkert gefa eftir og Celtic þarf að greiða þá upphæð til að fá Tony til starfa hjá sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×