Enski boltinn

Giggs: Manchester United saknar ekki Ronaldo af einni ástæðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo.
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo. Mynd/AFP

Ryan Giggs segir eina einfalda ástæðu fyrir því af hverju Manchester United saknar ekki eins besta knattspyrnumanns heims, Cristiano Ronaldo. Manchester United liðið hefur aldrei snúist um einn leikmann heldur liðsheildina.

„Cristiano er einn af bestu leikmönnum í heimi en ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki orðið var við mikla breytingu á liðinu okkar síðan að hann fór," sagði hinn 36 ára gamli Ryan Giggs við The People.

„Við höfum aldrei verið eins manns lið og við höfum haldið nánast sama leikmannahópi. Það vissu allir að Cristiano vildi spila með Real Madrid og hann stökk á tækifærið þegar það gafst. Hann var ekki Manc-maður og við vissum að hann myndi fara frá félaginu einn daginn," sagði Giggs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×