Enski boltinn

Lucas: Ég er allt öðruvísi leikmaður en Alonso

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lucas Leiva.
Lucas Leiva. Nordic photos/AFP

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva hefur fengið stærra hlutverk hjá Liverpool eftir að Xabi Alonso var seldur til Real Madrid í sumar en miðjumaðurinn vill ekki meina að þeir tveir séu líkir leikmenn þó svo að honum sé ef til vill ætlað að fylla skarð Spánverjans.

„Ég vissi um leið og Xabi fór að fólk myndi líkja mér við hann. Ég er hins vegar allt öðruvísi leikmaður. Ég reyni að sækja meira á meðan Xabi liggur aðeins aftur á vellinum.

Við söknum hans auðvitað því hann er gríðarlega góður sendingarmaður en ég óska honum annars góðs gengis hjá Real Madrid," segir Lucas sem kom til Liverpool frá Gremio í Brasilíu árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×