Innlent

Harðar deilur um hagsmunatengsl í Framsóknarflokknum

Ólína gerði tengsl Sigmundar Davíðs við viðskiptaferil föður hans að umtalsefni. Mynd/ Anton Brink.
Ólína gerði tengsl Sigmundar Davíðs við viðskiptaferil föður hans að umtalsefni. Mynd/ Anton Brink.
Hart var deilt um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við fyrirtækið Kögun í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór Herbertsson og Ólína Þorvarðardóttir um 20% flata niðurfellingu á skuldum. Ólína sagði að tortryggni gætti í samfélaginu vegna hagsmunatengsla. Benti Ólína á að stjórnmálamenn sem tengdust stórum fyrirtækjum myndu hagnast verulega á hugmyndinni. Nefndi hún tengsl Sigmundar Davíðs við Kögun sem dæmi þar.

Sigmundur sagðist ekki geta setið undir þessum orðum. Hann sagði að Kögun væri í eigu Teymis og neitaði því að nokkur tengsl væru á milli sín og fyrirtækisins. Ólína hefur beðið Sigmund Davíð afsökunar, hafi hún varpað rýrð á hann persónulega en segir engu að síður að hagsmunatengsl sem hafi verið uppi skapi tortryggni í samfélaginu.

„Fyrirtækið Kögun var á sínum tíma í eigu fjölskyldu Sigmundar Davíðs. Faðir hans Gunnlaugur Sigmundsson var framkvæmdastjóri og aðaleigandi þess. Þetta fyrirtæki hefur nú verið selt úr eigu fjölskyldunnar og ég skal ekkert um það segja hvernig þeim auðæfum hefur verið varið. Hins vegar var Kögun dæmi um fyrirtæki sem naut góðs af ríkulegum stjórnmálatengslum í formannstíð Steingríms Hermannssonar og síðar Halldórs Ásgrímssonar. Fyrirtækið sat einsamalt að þjónustu við ratsjárstöðvar NATÓ í kringum landið," segir Ólína á bloggvef sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×