Fótbolti

Hull að kaupa Fortune

Fortune í leik með WBA í vor gegn Liverpool.
Fortune í leik með WBA í vor gegn Liverpool. Nordicphotos/GettyImages
Hull er við það að kaupa framherjann Marc-Antoine Fortune frá Nancy. Franska félagið staðfesti þetta í dag. „Hann hefur leyfi til að tala við félög en það sem er nálægt að semja við hann er Hull City," sagði Nicolas Holveck hjá félaginu.

Fortune er einnig eftirsóttur af Celtic sem tímir þó ekki að punga út 3,5 milljónum punda fyrir leikmanninn sem var í láni hjá WBA á seinni hluta síðasta tímabils. Þar lék hann sautján leiki og skoraði fimm mörk.

Geovanni gæti verið seldur frá Hull ef ásættanlegt tilboð fæst í kappann en Fortune yrðu fyrstu kaup Hull í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×