Enski boltinn

Arshavin: Allt í góðu á milli mín og Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andrey Arshavin.
Andrey Arshavin. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Andrey Arshavin hjá Arsenal neitar alfarið þeim sögusögnum að samband hans við knattspyrnustjórann Arsene Wenger hjá Arsenal hafi snarversnað eftir að leikmaðurinn kom meiddur til baka úr nýlegri landsleikjahrinu.

Wenger var mjög gagnrýninn á að Arshavin hafi verið notaður í öðrum landsleiknum af tveimur og taldi að hann hefði betur átt að hvíla eftir að hafa tognað lítillega í nára í leiknum gegn Manchester United á dögunum.

Arshavin meiddist svo aftur á nára og á hné í umræddum landsleik og því var Wenger eðlilega ekki sáttur en Arshavin segir allt í góðu á milli hans og Arsenal.

„Ég er á góðri leið með að ná mér af þessu meiðslum og það er fullkominn skilningur og sátt á milli mín og Arsenal," segir Arshavin í viðtali við rússneska dagblaðið Sport Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×