Enski boltinn

Neill á leið frá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lucas Neill í leik með West Ham.
Lucas Neill í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Lucas Neill, fyrirliði West Ham, hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og hefur það staðfest að hann sé nú að leita sér að nýju félagi.

Neill er 31 árs gamall Ástrali sem kom frá Blackburn í janúar árið 2007. Félagaskiptin vöktu mikla athygli á sínum tíma enda hafnaði hann Liverpool. Það var Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, sem samdi við Neill og bauð honum himinhá laun.

Darren Jackson, umboðsmaður Neill, sagði í samtali við fjölmiðla á mánudag að Neill vonaðist til að vera áfram hjá West Ham en að önnur félög hefðu einnig áhuga á honum.

West Ham birti annars í dag lista yfir tólf leikmenn sem verða áfram í herbúðum félagsins. Þeir eru Herita Ilunga, Jack Collison, Mark Noble, Savio Nsereko, Freddie Sears, Junior Stanislas, Marek Stech, James Tomkins, Dean Ashton, Vaalon Behrami, Carlton Cole og Scott Parker.

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið í herbúðum West Ham undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×