Enski boltinn

Ashton aftur undir hnífinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dean Ashton í leik með West Ham.
Dean Ashton í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Dean Ashton fór í enn einn uppskurðinn en hann hefur verið frá síðan í september síðastliðnum.

Ashton, sem leikur með West Ham, staðfesti að hann hafi gengist undir aðgerð á ökkla.

„Það voru vissulega vonbrigði að þurfa að fara aftur í aðgerð. En hún var nauðsynleg og sem betur fer aðeins smávægileg. Ég er feginn að henni er nú lokið."

Ashton hefur ekki enn spilað með West Ham síðan að Gianfranco Zola tók við knattspyrnustjórn liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×