Innlent

Reyna aftur að breyta dagskrá þingsins

Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti á þingi í dag tillögu um að gerð yrði sú breyting á dagskrá þingsins að frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna yrði sett fyrst á dagskrá í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þar segir að ástæðan sé sú að um sé að ræða brýnt mál í þágu fjölskyldna og heimila sem afar mikilvægt sé að verði rætt sem fyrst.

Ástæða þess er sú að um er að ræða brýnt mál í þágu fjölskyldna og heimila sem afar mikilvægt er að verði rætt sem fyrst.

Í tillögu Sigurðar Kára kemur einnig fram að frumvarp um breytingar á stjórnarskrá yrði færð aftar á dagskrá fundarins, enda liggur fyrir að ágreiningur er um stjórnarskrármálið og fjölmargir umsagnaraðilar hafa gagnrýnt frumvarpið."

Þuríður Backman varaforseti þingsins sagði fyrir stundu að þingflokksformönnum yrði nú gefið svigrúm til þess að hugsa málið og hugsanlega verði kosið um tillöguna seinna í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram svipaða tillögu í gær þegar hún vildi ræða uppbyggingu álvers í Helguvík og setja stjórnarskrárumræðuna aftar á dagskránna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×