Innlent

Vill betri undirbúning að ESB umsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson vill betri undirbúning í ESB málum. Mynd/ Anton Brink.
Bjarni Benediktsson vill betri undirbúning í ESB málum. Mynd/ Anton Brink.
Það er ekki hægt að henda ákvörðun um að sækja um aðild að ESB inn í þingið núna í júní bara vegna þess að Samfylkingin vill það, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni segir að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hyggist leggja fram þingsályktunartillögu um ESB. Bjarni segir að markmiðið með tillögunni sé að málin verði sett í farveg sem tryggi betri undirbúning á þeim ákvörðunum sem ríkisstjórnin fer fram á að verði tekin á kjörtímabilinu.

„Það felur í sér að utanríkismálanefnd fái það hlutverk að undirbúa þetta mál fyrir þá ákvörðun sem að utanríkisráðherra er að fara fram á að verði tekin. Það er einfaldlega lýst þeirri skoðun að það þurfi að hafa átt sér stað ítarlegt hagsmunamat annars vegar og svo hins vegar að menn geri sér grein fyrir þvi fyrirfram áður en að viðræður hefjast hvernig eigi að leysa úr öllum þeim álitaefnum sem varða þetta ferli," segir Bjarni. Í því felist að tekið verði til skoðunar hvort fara eigi í tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur vegna málsins, hvernig eigi að tryggja aðkomu þingsins að ferlinu á meðan á því stendur, hvernig standa eigi að kynningu á mögulegri niðurstöðu og hvernig eigi að standa að breytingum á stjórnarskránni.

Bjarni segir að þessi þingsályktun feli ekki í sér að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins taki afstöðu með aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Það er seinni tíma ákvörðun," segir Bjarni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.