Enski boltinn

Middlesbrough skuldar 14 milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, segir félagið skulda 85 milljónir punda eða um fjórtán milljarða króna.

Boro er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur ekki unnið leik síðan í nóvember síðastliðnum. Stjórn félagsins segist engu að síður vilja hafa Southgate áfram í starfi.

„Ég á í mjög góðu sambandi við stjórnarformanninn og ræðum við um allt sem við kemur félaginu," sagði Southgate við enska fjölmiðla um helgina. „Við erum með skuldir upp á 85 milljónir punda og vitum hvaða kostir standa okkur til boða. Við vitum okkar takmarkanir og það gerir lífið erfitt."

„Staðan okkar er önnur nú en hún hefur verið undanfarin átta eða níu ár. Stjórnarformaðurinn veit hvað hann fær frá mér og það er stöðug vinna við það að halda félaginu í úrvalsdeildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×