Enski boltinn

Emil meiddist í sigurleik Barnsley í gærkvöldi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Mynd/Anton

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson þurfti að yfirgefa völlinn á 85. mínútu vegna hnémeiðsla sem hann hlaut eftir tæklingu frá Kris Commons í 2-3 sigurleik Barnsley gegn Derby.

Þetta var fyrsti sigur Barnsley í ensku b-deildinni og jafnframt fyrsti sigur Mark Robins, nýráðins knattspyrnustjóra Barnsley.

Emil lagði upp annað mark Barnsley í leiknum fyrir Andy Gray og þótti standa sig vel og Robins kvaðst í samtali við The Star vonast til þess að Emil yrði klár í slaginn að nýju um helgina þegar liðið mætir Swansea á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×