Enski boltinn

Ekki hægt að keppa við buddu City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.

Harry Redknapp gerði tilraunir til að fá Roque Santa Cruz og Gareth Barry til Tottenham. Honum var ekki kápan úr því klæðinu eftir að Manchester City skarst í leikinn.

„Ég hef verið að skoða leikmannamarkaðinn og gert tilraunir til að styrkja liðið. Það hefur ekki gengið þar sem City hefur einfaldlega ýtt okkur til hliðar. Við getum ekki keppt við þessa samninga sem sum lið eru að bjóða," sagði Redknapp.

Þrátt fyrir að ekki hafi gengið vel á leikmannamarkaðnum hjá Redknapp segist hann ekki vera orðinn örvæntingarfullur og ætlar að vanda valið. Enda er yfirlýst markmið hans fyrir komandi tímabil að stýra Tottenham í eitt af sex efstu sætin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×