Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals 26. janúar 2009 14:55 Þórdís J. Sigurðardóttir stjórnarformaður Teymis. Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. Þetta kemur fram í frétt í heimasíðu Samkeppniseftirlitsins í dag. Þar segir ennfremur að tiltekin ákvæði í samningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone sé lýst ógilt á þeim grundvelli að þau séu andstæð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Samkeppniseftirlitið kemst í bráðabirgðaákvörðun sinni að þeirri niðurstöðu að Teymi, Vodafone og Tal hafi sennilega brotið gegn ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008 og ákvæði 10. gr. samkeppnislaga með því að hafa komist að samkomulagi um að Tal ætti að beina sjónum sínum að yngri markhópum og stunda ekki samkeppni gagnvart Vodafone. Þá kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að sennilegt sé að tiltekin ákvæði í sýndarnetssamningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone séu til að tryggja hagsmuni Vodafone og Teymis sem sé andstætt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008. Telur Samkeppniseftirlitið að samningurinn geti dregið úr þeirri samkeppni sem Tal getur stundað á markaðnum og þar með fari þau í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur sennilegt að fulltrúar Teymis hafi beitt sér gegn samkeppnislegu sjálfstæði Tals og því sé nauðsynlegt að gera breytingar á stjórn Tals. Ella sé hætta á því að Teymi og Vodafone geti veikt Tal varanlega sem keppinaut á markaði." Tengdar fréttir Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01 Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10 Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01 Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu. Þetta kemur fram í frétt í heimasíðu Samkeppniseftirlitsins í dag. Þar segir ennfremur að tiltekin ákvæði í samningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone sé lýst ógilt á þeim grundvelli að þau séu andstæð ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Samkeppniseftirlitið kemst í bráðabirgðaákvörðun sinni að þeirri niðurstöðu að Teymi, Vodafone og Tal hafi sennilega brotið gegn ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008 og ákvæði 10. gr. samkeppnislaga með því að hafa komist að samkomulagi um að Tal ætti að beina sjónum sínum að yngri markhópum og stunda ekki samkeppni gagnvart Vodafone. Þá kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að sennilegt sé að tiltekin ákvæði í sýndarnetssamningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone séu til að tryggja hagsmuni Vodafone og Teymis sem sé andstætt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2008. Telur Samkeppniseftirlitið að samningurinn geti dregið úr þeirri samkeppni sem Tal getur stundað á markaðnum og þar með fari þau í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur sennilegt að fulltrúar Teymis hafi beitt sér gegn samkeppnislegu sjálfstæði Tals og því sé nauðsynlegt að gera breytingar á stjórn Tals. Ella sé hætta á því að Teymi og Vodafone geti veikt Tal varanlega sem keppinaut á markaði."
Tengdar fréttir Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01 Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10 Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01 Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Rannsakar hvort samkeppnislög hafi verið brotin Húsleitir Samkeppniseftirlitsins á skrifstofum Teymis, Vodafone og Tals í dag eru liður í rannsókn á ætluðum brotum fyrirtækjanna. Í þeirri ákvörðun var mælt fyrir um skilyrði fyrir samruna Hive og Sko, sem nú starfa undir merkjum Tals. 7. janúar 2009 16:01
Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59
Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43
Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. 7. janúar 2009 15:10
Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01
Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 7. janúar 2009 17:28
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14