Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. desember 2025 15:18 Pétur Hafsteinn Pálsson, athafnamaður í Grindavík, hefur verið orðaður við framboð. Vísir/Vilhelm „Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor. Í nýjasta þætti helgarvaktar hlaðvarpsins Þjóðmála fékk umsjónarmaðurinn Gísli Freyr Valdórsson til sín góða gesti sem fóru venju samkvæmt yfir pólitíska landslagið hér á landi, og hökkuðu í sig menn og málefni undir stopulu skálaglamri. Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og Suðurnesjamaður, fór vel í saumana á sveitarstjórnarpólitíkinni í landshlutanum, og sagði meðal annars frá orðrómi um að Pétur væri að íhuga framboð í Grindavík, en ekki endilega í sveitarstjórann. Mátti skilja á honum að það yrði undir formerkjum Sjálfstæðisflokksins. Bara orðrómur og spjall „Það er ekkert til í þessu annað en orðrómur og spjall. Ég er í tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og á hvorugum stöðunum hefur verið haldin einhver umræða um framboð, þannig það hefur ekki verið tilkynnt,“ segir Pétur. Flokkarnir eigi allir eftir að ákveða hvernig farið verði að framboðsmálum í Grindavík í vor, hvort þeir fari fram undir eigin formerkjum eða ekki. Ekki liggi fyrir á þessu stigi máls hvaða flokkar fari fram. „Ég held að best fari á að segja ekkert um þetta. Ég get nefnt svona tíu önnur nöfn sem hafa verið að óska eftir því að fara fram.“ „Umræðan snýst um bað þeir sem hafa haft sig frammi bjóði sig fram, mitt nafn hefur verið nefnt, en líka mörg önnur.“ „Það er fullt af fólki í baráttunni og margt sem á eftir að koma í ljós. Hvaða flokkar fara fram? Hvaða fólk? Ég held að margt gerist í janúar, menn muni láta jólin líða og svo fara meta þetta,“ segir Pétur. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Í nýjasta þætti helgarvaktar hlaðvarpsins Þjóðmála fékk umsjónarmaðurinn Gísli Freyr Valdórsson til sín góða gesti sem fóru venju samkvæmt yfir pólitíska landslagið hér á landi, og hökkuðu í sig menn og málefni undir stopulu skálaglamri. Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og Suðurnesjamaður, fór vel í saumana á sveitarstjórnarpólitíkinni í landshlutanum, og sagði meðal annars frá orðrómi um að Pétur væri að íhuga framboð í Grindavík, en ekki endilega í sveitarstjórann. Mátti skilja á honum að það yrði undir formerkjum Sjálfstæðisflokksins. Bara orðrómur og spjall „Það er ekkert til í þessu annað en orðrómur og spjall. Ég er í tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og á hvorugum stöðunum hefur verið haldin einhver umræða um framboð, þannig það hefur ekki verið tilkynnt,“ segir Pétur. Flokkarnir eigi allir eftir að ákveða hvernig farið verði að framboðsmálum í Grindavík í vor, hvort þeir fari fram undir eigin formerkjum eða ekki. Ekki liggi fyrir á þessu stigi máls hvaða flokkar fari fram. „Ég held að best fari á að segja ekkert um þetta. Ég get nefnt svona tíu önnur nöfn sem hafa verið að óska eftir því að fara fram.“ „Umræðan snýst um bað þeir sem hafa haft sig frammi bjóði sig fram, mitt nafn hefur verið nefnt, en líka mörg önnur.“ „Það er fullt af fólki í baráttunni og margt sem á eftir að koma í ljós. Hvaða flokkar fara fram? Hvaða fólk? Ég held að margt gerist í janúar, menn muni láta jólin líða og svo fara meta þetta,“ segir Pétur.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01