Krefst forstjórastöðu Tals á ný 5. janúar 2009 11:43 Hermann Jónasson. Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka. Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun þar sem hann kynnti lögfræðiálit þar sem skýrt kemur fram að uppsögn hans úr starfi hafi verið ólögleg. „Ástæðan sé m.a. sú að í samþykktum Tals og hluthafasamkomulagi eru skýr ákvæði um að allar meiri háttar ákvarðanir skuli teknar með atkvæðum allra stjórnarmanna,“ segir í tilkynningu. Hermanni var vikið tafarlaust frá störfum 30. desember auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og hefur sagt að ákvörðunin sé ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals, hefur sagt að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með slíkum manni. „Á fundi með starfsfólki Tals í morgun kom fram að Hermann harmaði mjög þá óvæntu atburðarás sem hófst milli jóla og nýárs. Hann hvatti starfsfólkið til að vinna áfram með hagsmuni Tals að leiðarljósi. Kvaðst hann vona að fulltrúar Teymis sæju að sér og að friður skapaðist sem fyrst um starfsemi Tals. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann myndi ótrauður berjast fyrir sjálfstæði Tals og hagsmunum viðskiptavina." segir í tilkynningunni. Stefán Geir Þórisson, lögmaður Hermanns, hefur afhent Þórdísi lögfræðiálit þar sem fram kemur að Hermann krefst þess að fá á ný að gegna forstjórastarfinu og jafnframt að ráðning Ragnhildar Ágústsdóttur í starf nýs forstjóra verði tafarlaust dregin til baka.
Tengdar fréttir Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14