Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Breki Logason skrifar 3. janúar 2009 12:00 Hermann Jónasson fyrrv. forstjóri Tals. Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. „Staðan var sú að viðskiptavinir Tals stóðu frammi fyrir því að missa GSM samband á hluta af landinu," segir Hermann en Tal hafði samning við Vodafone sem ekki hefur kerfi um allt land. Því var í gangi hliðarsamningur við Símann sem átti að renna úr gildi með fyrrgreindum afleiðingum þann 1.janúar. „Við unnum þetta mál í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun og þetta var eina leiðin fyrir Tal. Það er rétt að það var annar samningur í gildi við Vodafone. Tal fór hinsvegar formlega fram á það við Vodafone að þeir féllu frá þeim ákvæðum samningsins að semja ekki við annan aðila. Og óska eftir samningi við tvo aðila með vísan til breyttra forsenda hjá Tali vegna breyttra reglna hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Í samningnum við Símann er gerður fyrirvari um að Tali takist með samningum við Vodafone að losna undan þessum ákvæðum, það er mjög mikilvægt," segir Hermann.Íhugar að leita réttar sínsÞórdís J. Sigurðardóttir stjórnarformaður Tals.Hann segir markmiðið eingöngu hafa verið að leysa úr vandamálum Tals og telur viðbrögð Þórdísar J. Sigurðardóttur stjórnarformanns Tals harkaleg en hún sagði Hermanni upp störfum í kjölfarið.Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone.Þórdís segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með svoleiðis manni.Hermann segir hinsvegar alrangt að hann hafi leynt stjórnina upplýsingum og vísar þar í fundargerð frá 11.desember sl. þar sem honum var falið að vinna málið áfram með hagsmuni Tals og viðskiptavina fyrirtækisins að leiðarljósi.Þórdís segir hinsvegar í Fréttablaðinu í morgun að fulltrúar Teymis hafi ekki samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone.Í samtali við Vísi segist Hermann mjög hissa á þessari uppákomu og segist vera að íhuga stöðu sína. „Ég vísa til þess sem Jóhann Óli hefur sent frá sér um lögmæti þessa gjörnings," segir Hermann sem spyr hvort verið sé að vernda hagsmuni Tals eða Vodafone í þessu samhengi.Hermann segir að þegar honum hafi verið sagt upp sörfum hafi öryggisvörður og lögmaður mætt á svæðið. „Það var mjög óþörf aðgerð. Þegar manni er sagt upp þá labbar maður bara út. Þetta var mjög óþægileg tilfinning. Það sem skiptir samt mestu máli er að þarna var verið að reyna að leysa úr mjög bráðum vanda félagsins" segir Hermann að lokum. Tengdar fréttir Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. „Staðan var sú að viðskiptavinir Tals stóðu frammi fyrir því að missa GSM samband á hluta af landinu," segir Hermann en Tal hafði samning við Vodafone sem ekki hefur kerfi um allt land. Því var í gangi hliðarsamningur við Símann sem átti að renna úr gildi með fyrrgreindum afleiðingum þann 1.janúar. „Við unnum þetta mál í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun og þetta var eina leiðin fyrir Tal. Það er rétt að það var annar samningur í gildi við Vodafone. Tal fór hinsvegar formlega fram á það við Vodafone að þeir féllu frá þeim ákvæðum samningsins að semja ekki við annan aðila. Og óska eftir samningi við tvo aðila með vísan til breyttra forsenda hjá Tali vegna breyttra reglna hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Í samningnum við Símann er gerður fyrirvari um að Tali takist með samningum við Vodafone að losna undan þessum ákvæðum, það er mjög mikilvægt," segir Hermann.Íhugar að leita réttar sínsÞórdís J. Sigurðardóttir stjórnarformaður Tals.Hann segir markmiðið eingöngu hafa verið að leysa úr vandamálum Tals og telur viðbrögð Þórdísar J. Sigurðardóttur stjórnarformanns Tals harkaleg en hún sagði Hermanni upp störfum í kjölfarið.Hermann og Jóhann Óli Guðmundsson eiga samtals 49 prósent í Tali á móti Teymi sem á 51 prósent. Teymi er eigandi símafyrirtækisins Vodafone.Þórdís segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að Hermann hafi leynt stjórnina upplýsingum og hún sem stjórnarformaður geti ekki unnið með svoleiðis manni.Hermann segir hinsvegar alrangt að hann hafi leynt stjórnina upplýsingum og vísar þar í fundargerð frá 11.desember sl. þar sem honum var falið að vinna málið áfram með hagsmuni Tals og viðskiptavina fyrirtækisins að leiðarljósi.Þórdís segir hinsvegar í Fréttablaðinu í morgun að fulltrúar Teymis hafi ekki samþykkt fundargerðina sem unnin hafi verið eftir forskrift Hermanns sem nú sé að snúa út úr því sem rætt hafi verið. Þau hafi talið að forstjórinn væri að leysa málið á grundvelli samningsins sem í gildi væri við Vodafone.Í samtali við Vísi segist Hermann mjög hissa á þessari uppákomu og segist vera að íhuga stöðu sína. „Ég vísa til þess sem Jóhann Óli hefur sent frá sér um lögmæti þessa gjörnings," segir Hermann sem spyr hvort verið sé að vernda hagsmuni Tals eða Vodafone í þessu samhengi.Hermann segir að þegar honum hafi verið sagt upp sörfum hafi öryggisvörður og lögmaður mætt á svæðið. „Það var mjög óþörf aðgerð. Þegar manni er sagt upp þá labbar maður bara út. Þetta var mjög óþægileg tilfinning. Það sem skiptir samt mestu máli er að þarna var verið að reyna að leysa úr mjög bráðum vanda félagsins" segir Hermann að lokum.
Tengdar fréttir Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14