Grunur um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot 7. janúar 2009 17:28 Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 1. Teymi, sem er eigandi 51% hlutar í Tali, hafi ætlað að reka fyrirtækið í þrot með ólögmætum hætti í þeim tilgangi að takmarka samkeppni á markaði. 2. Samkeppnislög hefðu verið brotin við gerð þjónustusamnings milli Vodafone og Tals árið 2008. 3. Vodafone og Tal hefðu átt með sér samráð um markaðsaðgerðir. Í yfirlýsingu sem Þórdís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Teymis, sendi frá sér nú fyrir stundu er því fagnað að Samkeppniseftirlitið leiti af sér allan grun um viðskiptahætti þeirra félaga sem um ræðir. Segir hún að stjórnin hvetji til þess, að rannsókninni verði hraðað og málið dragist ekki á langinn.Lögðu aukið fé til rekstrar Tals Þá segir Þórdís að félagið hafi lagt aukið fé til rekstrar Tals í október síðastliðinn til þess að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Þær ásakanir séu því rangar að Teymi hafi viljað reka Tal í gjaldþrot af einhverjum annarlegum hvötum. Þórdís segir að við stofnun Tals hafi verið samið um að fyrirtækið keypti þjónustu af Vodafone enda hafi Tal ekki átt eigin fjarskiptakerfi. Gildistími samnings um endursölu á GSM þjónustu sé fimm ár, enda hafi umrædd viðskipti kallað á verulegar fjárfestingar af hálfu Vodafone. Þeir sérfræðingar sem Teymi hafi leitað til fyrir undirritun samningsins hafi ótvírætt talið, að samningurinn samræmdist þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti samrunanum. Stjórn Teymis taki undir þá skoðun, enda hafi málið verið kannað ítarlega áður en umræddur samningur var gerður. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé félögunum heimilt að eiga með sér samstarf um fjarskipti og fjarskiptakerfi.Hafnar samráði um markaðsaðgerðir Í yfirlýsingunni hafnar Þórdís því alfarið, að Vodafone og Tal hafi átt með sér samráð um markaðsaðgerðir. Þvert á móti hafa félögin átt í harðri samkeppni eins og skoðun á markaðsaðgerðum og vöruframboði félaganna beri vitni um. Þá harmar Þórdís það sem hún kallar ítrekaðar rangfærslur fulltrúa minnihlutaeigenda í Tali, um meintar reglubreytingar á reikiþjónustu og meinta úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar þar um. Ákvæðum fjarskiptalaga um reiki hafi ekki verið breytt og áðurnefndar fullyrðingar séu því rangar. Póst- og fjarskiptastofnun hafi heldur ekki tekið neina afstöðu til þess, hvort Vodafone sé heimilt að veita Tali þjónustu á reikisvæðum Símans. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stjórn Teymis vísar ásökunum sem leiddu til húsleitar Samkeppniseftirlitsins á skrifstofu Teymis í morgun á bug. Samkvæmt dómsúrskurði sem heimilaði húsleitina taldi Samkeppniseftirlitið grun leika á að: 1. Teymi, sem er eigandi 51% hlutar í Tali, hafi ætlað að reka fyrirtækið í þrot með ólögmætum hætti í þeim tilgangi að takmarka samkeppni á markaði. 2. Samkeppnislög hefðu verið brotin við gerð þjónustusamnings milli Vodafone og Tals árið 2008. 3. Vodafone og Tal hefðu átt með sér samráð um markaðsaðgerðir. Í yfirlýsingu sem Þórdís Sigurðardóttir, formaður stjórnar Teymis, sendi frá sér nú fyrir stundu er því fagnað að Samkeppniseftirlitið leiti af sér allan grun um viðskiptahætti þeirra félaga sem um ræðir. Segir hún að stjórnin hvetji til þess, að rannsókninni verði hraðað og málið dragist ekki á langinn.Lögðu aukið fé til rekstrar Tals Þá segir Þórdís að félagið hafi lagt aukið fé til rekstrar Tals í október síðastliðinn til þess að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Þær ásakanir séu því rangar að Teymi hafi viljað reka Tal í gjaldþrot af einhverjum annarlegum hvötum. Þórdís segir að við stofnun Tals hafi verið samið um að fyrirtækið keypti þjónustu af Vodafone enda hafi Tal ekki átt eigin fjarskiptakerfi. Gildistími samnings um endursölu á GSM þjónustu sé fimm ár, enda hafi umrædd viðskipti kallað á verulegar fjárfestingar af hálfu Vodafone. Þeir sérfræðingar sem Teymi hafi leitað til fyrir undirritun samningsins hafi ótvírætt talið, að samningurinn samræmdist þeim skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti samrunanum. Stjórn Teymis taki undir þá skoðun, enda hafi málið verið kannað ítarlega áður en umræddur samningur var gerður. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé félögunum heimilt að eiga með sér samstarf um fjarskipti og fjarskiptakerfi.Hafnar samráði um markaðsaðgerðir Í yfirlýsingunni hafnar Þórdís því alfarið, að Vodafone og Tal hafi átt með sér samráð um markaðsaðgerðir. Þvert á móti hafa félögin átt í harðri samkeppni eins og skoðun á markaðsaðgerðum og vöruframboði félaganna beri vitni um. Þá harmar Þórdís það sem hún kallar ítrekaðar rangfærslur fulltrúa minnihlutaeigenda í Tali, um meintar reglubreytingar á reikiþjónustu og meinta úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar þar um. Ákvæðum fjarskiptalaga um reiki hafi ekki verið breytt og áðurnefndar fullyrðingar séu því rangar. Póst- og fjarskiptastofnun hafi heldur ekki tekið neina afstöðu til þess, hvort Vodafone sé heimilt að veita Tali þjónustu á reikisvæðum Símans.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent