Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess.

Um miðjan desember gerði Tal samning um aðgang að dreifikerfi Símans sem átti að taka gildi frá áramótum. Áður hafði Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone.

Þann 26. desember rifti Teymi samningnum við Símann og var forstjóra Tals sagt upp störfum. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis, er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar Tals. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á gamlársdag sagði hann ákvörðunina ólögmæta. Jóhann Óli fullyrti ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. Slíkt hlyti að koma til skoðunar samkeppnisyfirvalda.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í samtali við Vísi að Samkeppniseftirlitið hafi haft málið til skoðunar og hafi sent fyrirspurn til forsvarsmanna Teymis vegna þess.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×