Viðskipti innlent

Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis.
Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis.

Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta.

„Það er grundvallarforsendan í okkar starfsemi að það sé virk samkeppni á símamarkaði og fyrir því höfum við barist. Við munum auðvitað taka vel á móti þessu fólki sem er að vinna sína vinnu og okkur líður bara vel með það," segir Þórdís.

Að sögn Margrétar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, hefur Samkeppniseftirlitið ekki gert húsleit hjá fyrirtækinu. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.






Tengdar fréttir

Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits

Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×