Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta 1. janúar 2009 14:14 Jóhann Óli Guðmundsson Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. Forsaga málsins er sú að Tal gerði samning um aðgang að dreifikerfi Símans frá og með áramótum. Hingað til hefur Tal haft samning við Vodafone um aðgang að dreifikerfi þess en jafnframt verið með reikisamning við Símann með milligöngu Vodafone. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði hins vegar á dögunum að samningar með milligöngu þriðja aðila, Vodafone í þessu tilfelli, væru óheimilir og því þurfti Tal að velja á milli dreifikerfa Símans eða Vodafone. Ákveðið var að ganga til samninga við Símann á Þorláksmessu. Þessu vildi meirihluti stjórnar Tals ekki una og því var samningnum rift og Hermanni sagt upp störfum. Jóhann Óli sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að á stjórnarfundi Tals 11. desember sl. hefði forstjóra Tals verið falið að „leysa málið á næstu dögum með hag félagsins og viðskiptavina að leiðarljósi." og því hafi Hermann ákveðið að semja við Símann. „Á stjórnarfundi Tals 29. desember dró hins vegar til tíðinda þegar fulltrúar Teymis í stjórn félagsins, tilkynntu að þeir hefðu einhliða rift fyrrgreindum samningi og jafnframt ákveðið að víkja forstjóra félagsins umsvifalaust frá störfum," segir Jóhann Óli í yfirlýsingunni. „Ég tel þessa ákvörðun ólögmæta og ekki í samræmi við samþykktir félagsins. Hermann hefur staðið sig afar vel í starfi og ætíð gætt hagsmuna Tals í sínum störfum. Yfirlýsing Þórdísar J. Sigurðardóttur, stjórnarformanns Tals í Morgunblaðinu í dag vekur og furðu mína þar sem hún fullyrðir að Hermann hafi ekki haft umboð stjórnar til að semja um þetta mál. Hún var sjálf á þeim stjórnarfundi þar sem hann var hvattur til að finna lausn á vandamálinu og tryggja samning um hagsmuni félagsins. Allt þetta kemur skýrt fram í fundargerð stjórnar Tals frá 11. desember sl.," segir Jóhann Óli ennfremur. Hann fullyrðir ennfremur að fyrir fulltrúum Teymis hafi fyrst og fremst vakað að gæta hagsmuna Vodafone frekar en hluthafa og viðskiptavina Tals. „Það er grafalvarlegt mál og hlýtur að koma til frekari skoðunar samkeppnisyfirvalda," segir Jóhann Óli að lokum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira