Enski boltinn

Boateng frá í þrjá mánuði - Finnan á leið til Hull

Steve Finnan er sagður á leið til Englands á ný eftir fýluferð til Spánar
Steve Finnan er sagður á leið til Englands á ný eftir fýluferð til Spánar NordicPhotos/GettyImages

Nýliðar Hull í ensku úrvalsdeildinni hafa orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn George Boateng verður frá keppni næstu þrjá mánuðina eða svo vegna hnémeiðsla.

Boateng er 33 ára gamall og kom til liðlsins frá Middlesbrough í sumar, en hann meiddist í bikarleiknum gegn Newcastle. Hann á að baki 18 leiki með liðinu.

Þá berast fleiri og heldur jákvæðari fréttir úr herbúðum Hull, en félagið ku vera langt komið í samningaviðræðum við Espanyol á Spáni um kaup á fyrrum Liverpool-manninum Steve Finnan.

Tveggja og hálfs árs samningur ku vera á borðnu fyrir Finnan sem hefur lítið sem ekkert geta spilað með Katalóníuliðinu vegna meiðsla.

Finnan er 32 ára gamall írskur landsliðsmaður og sagt var að Tottenham og Newcastle hefðu einnig sýnt honum áhuga nú í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×