Fótbolti

Dramatískur sigur hjá U-21 árs landsliði Englands

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fraizer Campbell fékk rauða spjaldið í leiknum í kvöld og missir því af úrslitaleiknum.
Fraizer Campbell fékk rauða spjaldið í leiknum í kvöld og missir því af úrslitaleiknum. Nordic photos/Getty images

Enska u-21 árs landsliðið komst í úrslitaleikinn á Evrópumótinu eftir sigur gegn Svíþjóð eftir vítaspyrnukeppni.

England var 3-0 yfir í hálfleik með mörkum Martin Cranie, Nedum Onuoha og sjálfsmarki Matthiasi Bjarsmyr en Svíþjóð jafnaði 3-3 í seinni hálfleik og framlengja þurfti leikinn.

Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni en England vann 5-4 eftir vítaspyrnukeppni en Kieran Gibbs skoraði úr fyrstu spyrnu Englendinga í bráðabana áður en Molins skaut í stöng fyrir Svía.

Englendingar mæta annað hvort Ítalíu eða Þýskalandi í úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×