Enski boltinn

Meiðslalistinn lengist hjá United

Anderson
Anderson NordicPhotos/GettyImages
Sigur Man United á Derby í enska deildarbikarnum í gær kom ekki að kostnaðarlausu en sjö leikmenn liðsins meiddust í leiknum.

Óttast er að Anderson, Rafael og Johnny Evans verði lengi frá keppni, í það minnsta mánuð.

Einnig meiddust þeir Ryan Giggs, Carlos Tevez, Nani og Gary Neville en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Óvíst er með þátttöku þeirra gegn Tottenham í 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.

Fyrir á sjúkralista United eru Wayne Rooney, Rio Ferdinand, Patrice Evra, Wes Brown svo einhverja sé að nefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×