Enski boltinn

Mikel að gera langtímasamning við Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luiz Felipe Scolari og John Obi Mikel.
Luiz Felipe Scolari og John Obi Mikel. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt umboðsmanni miðjumannsins John Obi Mikel er leikmaðurinn við það að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chelsea en leikmaðurinn hefur verið orðaður við félagsskipti frá Brúnni í allt sumar.

Hinn 22 ára gamli Nígeríumaður var til að mynda sterklega orðaður við Inter.

„Hann mun skrifa undir nýjan samning í byrjun næstu viku. Þetta er góður samningur fyrir leikmanninn sem verður nú á meðal launahæstu leikmanna félagsins," segir umboðsmaðurinn John Shittu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×