Lífið

Hálfnakinn Yoko hristir sig við Víva Verzló - myndband

Skólalíf skrifar
Yoko lagar myndavélina áður en sýningin hefst.
Yoko lagar myndavélina áður en sýningin hefst.
Lagið Víva Verzló sem strákarnir í skemmtiþættinum 12:00 útbjuggu hefur vakið mikla athygli undanfarnar tvær vikur og náði líklegast hápunkti þegar lagið vann Ljótulagakeppni á útvarpsstöðinni X-inu í síðustu viku.

Nú hefur myndband sem sýnir smávaxinn asíubúa dansa beran að ofan við lagið vakið enn meiri athygli, en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook. Þar tilkynnir ungi maðurinn, sem kallar sig Yoko the dancer, að hann elski lagið og hafi ekki getað annað en dansað við það þegar hann rakst á það á netinu.

Raunar eru skiptar meiningar um það hvort myndbandið sé falsað. Einhverjir halda því fram að þarna sé verið að gera lítið úr Verzlingum með því að láta lagið leika undir dansi unga mannsins, sem upphaflega hafi verið að dansa við eitthvað allt annað.

Í raun er erfitt að færa sönnur á hvort myndbandið sé falsað eður ei, en í öllu falli er besta skemmtun að horfa á það.

Myndbandið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×