Enski boltinn

Mannone mun verja rammann fyrir Arsenal í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vito Mannone.
Vito Mannone. Nordic photos/Getty

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal hefur staðfest að hinn 21 árs gamli Vito Mannone muni leika sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar Lundúnafélagið tekur á móti Standard Liege.

Manuel Almunia er veikur og Lukasz Fabianski er enn ekki búinn að ná sér af hnémeiðslum og því mun ítalska unglingnum vera hent út í djúpu laugina í kvöld.

„Þetta er stórt skref fyrir ungan mann að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, sérstaklega þar sem leikurinn er á útivelli," segir Wengur um fyrirhugaða frumraun Mannone í Meistaradeildinni.

Arsenal keypti Mannone frá Atalanta fyrir fjórum árum á 350 þúsund pund þegar hann var aðeins sautján ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×