Innlent

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækka í 20 prósent

Frumvarp um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. Breytingin mun hafa það í för með sér að endurgreiðsluhlutfall vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 prósentum í 20 prósent.

Með þessu er Ísland orðið samkepnnishæfara á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði og er vonast til þess að breytingin laði kvikmyndagerðarmenn til landsins í meiri mæli en áður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×