Enski boltinn

Gerrard vill ljúka leik með stæl

NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard vill að félagar hans í liði Liverpool setji á svið sýningu fyrir áhorfendur sína á Anfield í lokaleiknum í úrvalsdeildinni um helgina þó liðið hafi ekki að miklu að keppa.

"Mér finnst stuðningsmennirnir okkar eiga skilið að við spilum vel í síðasta leiknum. Þeir eiga það skilið eftir enn eina frábæra leiktíðina af þeirra hálfu. Við höfum ekki mikið til að spila fyrir, en menn eiga alltaf að gefa allt sem þeir eiga þegar þeir fara í Liverpool-treyjuna - ekki síst á heimavelli. Það væri gaman að klára leiktíðina með því að fá þrjú stig," sagði Gerrard.

Ef Liverpool nær að leggja Tottenham í lokaleiknum á sunnudaginn, þýðir það að liðið hali inn 86 stig á leiktíðinni. Sá stigafjöldi dugði Liverpool til að vinna tólf af átján meistaratitlum sínum í gegn um tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×